Erlent

WHO segir að hægst hafi á fjölgun smitaðra, víðast hvar

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn skima fyrir Covid-19 á Indlandi.
Heilbrigðisstarfsmenn skima fyrir Covid-19 á Indlandi. AP/Manish Swarup

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir að þó heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sé enn í vexti hafi hægst á vextinum og dauðsföllum fækkað, víðast hvar í heiminum. Enn sé mikill vöxtur í suðaustur Asíu og í austurhluta Miðjarðarhafsins.

Norður- og Suður-Ameríka eru enn þau svæði heimsins sem hafa orðið hvað verst út. Um helmingur þeirra sem smituðust á heimsvísu á undanfarinni viku eru frá því svæði og 62 prósent þeirra tæplega 40 þúsund sem dóu á vikunni.

Alls hafa rúmlega 23,6 milljónir smitast af Covid-19 og 813.789 hafa dáið, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum.

Í vikunni sem lauk 23. ágúst voru ný smitaðir rúmlega 1,7 milljón. Það samsvarar um fjögurra prósenta minnkun á milli vikna. Dauðsföllum fjölgaði um tólf prósent, samkvæmt frétt Reuters.

Í suðaustur Asíu fjölgaði nýsmituðum þó um 28 prósent á milli vikna og dauðsföllum um 15 prósent. Í austurhluta Miðjarðarhafsins fjölgaði smituðum um fjögur prósent. Dauðsföllum fór þó fækkandi, eins og undanfarnar sex vikur.

Undanfarnar vikur hefur smituðum farið mjög fjölgandi í Evrópu. Þessa vikuna var fjölgunin þó einungis eitt prósent. Dauðsföllum hefur farið fækkandi þar.


Tengdar fréttir

Far­aldurinn á miklu flugi í Argentínu

Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst.

Bali lokuð næstu mánuði

Indónesísk stjórnvöld hyggjast ekki opna eyjuna Balí fyrir ferðamönnum fyrr en í fyrsta lagi um áramót.

Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum.

Sam­þykkja blóð­vökva­með­ferð við Co­vid-19

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru.

Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“

Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×