Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 09:24 Frá skimun fyrir Covid-19 í Seoul. AP/Ahn Young Joon Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“ Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira