Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 12:05 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira