Íslenski boltinn

Garðar Örn reiður: Ömurlegt hvernig komið er fram við dómara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rauði baróninn gefur KSÍ rauða spjaldið.
Rauði baróninn gefur KSÍ rauða spjaldið. vísir/arnþór

Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Garðar Örn Hinriksson ritar áhugaverðan pistil í dag þar sem hann vandar KSÍ ekki kveðjurnar.

Pistilinn ritar Garðar Örn á fótbolti.net undir fyrirsögninni „Ertu að hætta? Ok, bæ!“.

Garðar Örn, oft kallaður Rauði baróninn, lagði flautuna á hilluna árið 2016 eftir glæstan feril. Honum þykir skítt að hafa ekki fengið neina viðurkenningu frá KSÍ frekar en aðrir kollegar hans í gegnum tíðina á meðan alls konar fólki í hreyfingunni er klappað á bakið.

„Maður hefði haldið að eftir allan þennan tíma fengi maður einhverskonar viðurkenningu eða þakklætisvott frá knattspyrnusambandinu fyrir störf sín en svo er ekki og það þykir mér óskaplega dapurt. Reyndar er hálf ömurlegt hvernig er komið fram við dómara sem hafa eytt stórum hluta ævi sinnar við að vinna fyrir sambandið þegar þeir hætta. Það er ekki einu sinni sagt takk!“ skrifar Garðar Örn meðal annars í pistlinum.

Lesa má pistilinn í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Einlæg túlkun Garðars á Parkinson

Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, opnaði sig á dögunum um veikindi sín, en hann hefur verið að glíma við Parkinson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×