Íslenski boltinn

Garðar Örn leggur flautuna á hilluna að móti loknu í haust

Leikmenn Víkings reyna hér að mótmæla ákvörðun Garðars.
Leikmenn Víkings reyna hér að mótmæla ákvörðun Garðars. Vísir/Daníel

Garðar Örn Hinriksson, einn besti dómari Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, tilkynnti í gær á Facebook-síðu sinni að næsta sumar yrði hans síðasta sem dómari í efstu deild.

Garðar, einnig þekktur sem Rauði baróninn, hefur um árabil verið einn besti dómari deildarinnar en þetta verður í annað sinn sem hann leggur flautuna á hilluna.

Garðar lagði flautuna á hilluna árið 2009, árið sem hann missti milliríkjadómararéttindi sín, en sneri aftur á völlinn í september 2011 eftir tveggja ára fjarveru og hefur dæmt í efstu deild allt frá því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.