Íslenski boltinn

Garðar Örn leggur flautuna á hilluna að móti loknu í haust

Leikmenn Víkings reyna hér að mótmæla ákvörðun Garðars.
Leikmenn Víkings reyna hér að mótmæla ákvörðun Garðars. Vísir/Daníel
Garðar Örn Hinriksson, einn besti dómari Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, tilkynnti í gær á Facebook-síðu sinni að næsta sumar yrði hans síðasta sem dómari í efstu deild.

Garðar, einnig þekktur sem Rauði baróninn, hefur um árabil verið einn besti dómari deildarinnar en þetta verður í annað sinn sem hann leggur flautuna á hilluna.

Garðar lagði flautuna á hilluna árið 2009, árið sem hann missti milliríkjadómararéttindi sín, en sneri aftur á völlinn í september 2011 eftir tveggja ára fjarveru og hefur dæmt í efstu deild allt frá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×