Rauði baróninn brjálaður út í íslenskar útvarpsstöðvar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2018 13:30 Garðar Örn var frábær dómari en harður í horn að taka og óspar á spjöldin ef svo bar undir. vísir/arnþór Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Sem dómari var Garðar lengi vel kallaður Rauði baróninn, þar sem hann gaf töluvert mörg rauð spjöld á sínum ferli. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson og opnaði hann sig varðandi veikindi sín í maí á þessu ári en hann er með Parkinson. Hann gaf út lagið This is My Life í vor og hefur ekki enn fengið það í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum. Garðar setti inn myndband á YouTube í dag sem ber einfaldlega heitið Lagið sem Ísland vill ekki spila. Þar hefur hann sent forsvarsmönnum íslenskra útvarpsstöðva tóninn og gott betur en það. Með myndbandinu fylgir texti sem Garðar skrifar sjálfur og talar hann vægast sagt illa um stjórnendur útvarpsstöðva á borð við Bylgjunnar og Rás 2. Sem dæmi stendur:„Útvarpsstöðvarnar hafa engar skýringar gefið á þessari ákvörðun og hefur það farið illa í aðdáendur G Hinrikssonar sem víða hafa farið í mótmælagöngur vegna þessa. Lögreglan hefur tekið mishart á mótmælendum en þar er einna helst hér í Rússlandi sem lögreglan hefur virkilega látið finna fyrir sér. Mótmælagöngur hafa oftar en ekki verið leystar upp með táragasi og fjöldahandtökum þrátt fyrir að hafa farið fram friðsamlega í flestum tilfellum. Lögreglan hefur þó ekki látið þar við sitja því aðdáendur tónlistarmannsins hafa einnig verið eltir uppi af bæði lögreglu og hermönnum og fangelsaðir og hafa aðgerðir þeirra einna helst minnst á aðferðir KGB.“Garðar heldur svo áfram:„Í stiklunni sem fylgir fréttinni má sjá lögregluna ganga hart gegn þeim sem hafa verið að hringja í íslenskar útvarpsstöðvar og biðja um að lagið verði spila. G Hinriksson sjálfur hefur hvatt aðdáendur sín að gefast ekki upp og berjast fyrir laginu til síðasta blóðdropa.“Garðar hefur klippt saman myndbrot sem virðist vera frá Rússlandi þar sem sjá má hermenn handtaka menn af miklu offorsi. Hann líkir stöðunni á útvarpsmarkaðnum hér á landi við þær hörmungar.„Ef þið sjáið mig ekki aftur á skjánum þá er nokkuð ljóst hvað kom fyrir mig."Hér að neðan má sjá umrætt myndband. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Sem dómari var Garðar lengi vel kallaður Rauði baróninn, þar sem hann gaf töluvert mörg rauð spjöld á sínum ferli. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson og opnaði hann sig varðandi veikindi sín í maí á þessu ári en hann er með Parkinson. Hann gaf út lagið This is My Life í vor og hefur ekki enn fengið það í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum. Garðar setti inn myndband á YouTube í dag sem ber einfaldlega heitið Lagið sem Ísland vill ekki spila. Þar hefur hann sent forsvarsmönnum íslenskra útvarpsstöðva tóninn og gott betur en það. Með myndbandinu fylgir texti sem Garðar skrifar sjálfur og talar hann vægast sagt illa um stjórnendur útvarpsstöðva á borð við Bylgjunnar og Rás 2. Sem dæmi stendur:„Útvarpsstöðvarnar hafa engar skýringar gefið á þessari ákvörðun og hefur það farið illa í aðdáendur G Hinrikssonar sem víða hafa farið í mótmælagöngur vegna þessa. Lögreglan hefur tekið mishart á mótmælendum en þar er einna helst hér í Rússlandi sem lögreglan hefur virkilega látið finna fyrir sér. Mótmælagöngur hafa oftar en ekki verið leystar upp með táragasi og fjöldahandtökum þrátt fyrir að hafa farið fram friðsamlega í flestum tilfellum. Lögreglan hefur þó ekki látið þar við sitja því aðdáendur tónlistarmannsins hafa einnig verið eltir uppi af bæði lögreglu og hermönnum og fangelsaðir og hafa aðgerðir þeirra einna helst minnst á aðferðir KGB.“Garðar heldur svo áfram:„Í stiklunni sem fylgir fréttinni má sjá lögregluna ganga hart gegn þeim sem hafa verið að hringja í íslenskar útvarpsstöðvar og biðja um að lagið verði spila. G Hinriksson sjálfur hefur hvatt aðdáendur sín að gefast ekki upp og berjast fyrir laginu til síðasta blóðdropa.“Garðar hefur klippt saman myndbrot sem virðist vera frá Rússlandi þar sem sjá má hermenn handtaka menn af miklu offorsi. Hann líkir stöðunni á útvarpsmarkaðnum hér á landi við þær hörmungar.„Ef þið sjáið mig ekki aftur á skjánum þá er nokkuð ljóst hvað kom fyrir mig."Hér að neðan má sjá umrætt myndband.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira