Garðar Örn: Var orðinn þreyttur á að ljúga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 19:30 Garðar Örn ætlar að láta til sín taka í tónlistarheiminum næstu misseri. Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“ Íslenski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“
Íslenski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira