Íslenski boltinn

„Pablo eigin­lega ekkert getað eftir að hann var settur í bak­vörðinn í Ár­bænum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pablo Punyed í leik með KR þetta sumarið.
Pablo Punyed í leik með KR þetta sumarið. vísir/getty

Þorkell Máni Pétursson segir að stórleikurinn milli KR og Vals um næstu helgi gæti orðið lykilleikur í baráttunni um titilinn. Atli Viðar Björnsson setur spurningarmerki við spilamennsku KR.

Bæði lið voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi en þegar farið var yfir næstu leiki KR var rætt um stórleikinn í vesturbænum á laugardaginn er Reykjavíkurstórveldin mætast.

„Það er risa leikur, KR - Valur. Ef Valur vinnur þann leik þá held ég að þeir séu nánast búnir að loka þessu. Við erum hérna í þætti að búa til fyrirsagnir og ég held að Valur verði þá komið í mjög þægilega stöðu,“ sagði Þorkell Máni.

„Ef Valsmenn ná sjö stiga forystu þá minnkar allt stressið í liðinu og þeir geta siglt þessu heim.“

Atli Viðar hefur ekki hrifist af KR-liðinu undanfarnar vikur.

„Varðandi þetta KR-lið þá hafa verið blikur á lofti undanfarnar vikur. Þeir hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum eftir að þeir misstu Stefán Árna. Hann var svona ferskleiki og hleypa lífi í þetta.“

„Svo ef ég leyfi mér aðeins að gagnrýna Pablo. Eftir að hann var settur í bakvörðinn upp í Árbæ þá hefur hann eiginlega ekkert getað. Þetta hefur slegið hann út af laginu. Hann þarf að stíga upp aftur því hann á innistæðu fyrir því,“ sagði Atli.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um KR og Val

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×