Íslenski boltinn

Máni segir að FH hafi sprungið í fyrri hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru í settinu í gær.
Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru í settinu í gær. vísir/skjáskot

Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni í gær voru ósammála um hvenær FH-liðið hafi sprungið í leiknum gegn Stjörnunni í gær.

Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í gær þar sem þeir fóru yfir leikina í umferðinni.

FH tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni í gær en eftir að þeir byrjuðu vel, þá datt botninn úr leik Fimleikafélagsins eftir því sem leið á.

„FH voru að spila frábæran fótbolta fyrstu 20-25 mínúturnar og tóku með sér KR leikinn. Fullir af sjálfstrausti og allt að frétta en síðan fannst mér þeir vera algjörlega búnir,“ sagði Þorkell Máni.

Klippa: Mörkin úr FH - Stjarnan

„Miðjan var algjörlega komin í pásu. Kannski fór of mikil orka í að sækja þrjú stig í Vesturbæinn.“

Atli Viðar var ekki alveg sammála sessunaut sínum.

„Mér fannst það áberandi mínúturnar á undan að hann var orðinn andstuttur og var byrjaður að stinga á tunguna á sér. Mér fannst FH-liðið orðið þungt eftir 60 mínútur. Ég er ekki sammála Mána að þeir hafi verið þreyttir í fyrri hálfleik.“

„Það er þannig að þegar þú ert búinn að vera í pásu í tvær vikur þá kemur kafli sem þú ferð niður á hnén og ferð að anda en þú vinnur þig út úr því. FH-ingarnir voru ekki búnir eftir 20-25 mínútur en þarna fannst manni þetta þungt,“ sagði Atli Viðar.

Klippa: Pepsi Max stúkan - FH búnir á því



Fleiri fréttir

Sjá meira


×