Íslenski boltinn

Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar var alveg æfur.
Arnar var alveg æfur. vísir/skjáskot

Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið.

Arnar fékk að líta rauða spjaldið í leik Víkinga og Breiðabliks í fyrrakvöld en eftir að Brynjólfur Willumsson skoraði trylltist Arnar.

Hann vildi meina að markið hafi verið rangstaða og eftir mikið japl, jaml og fuður þá var dæmd rangstæða. Arnari var þó hent í sturtu.

„Hann er of reiður en að þetta prúðmenni missi sig svona, þá hlýtur hann að hafa rétt fyrir sér. Hann var rosalega reiður og hann missir of mikið stjórn á skapinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Hann er réttilega reiður en hann gengur alltof langt. Hann getur aldrei réttlætt þessa framkomu. Hann er kominn langt inn á völlinn,“ sagði Atli Viðar Björnsson.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×