Erlent

109 banda­rískir her­menn hlutu á­verka í loft­á­rásum Írana

Atli Ísleifsson skrifar
Íranir gerðu loftárás á herstöð í Írak þar sem bandarískir hermenn höfðust við, þann 8. janúar síðastliðinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Íranir gerðu loftárás á herstöð í Írak þar sem bandarískir hermenn höfðust við, þann 8. janúar síðastliðinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Bandarísk hermálayfirvöld hafa nú viðurkennt að alls hafi 109 bandarískir hermenn orðið fyrir einhvers konar áverkum á heila þegar íranski herinn gerði loftárás á bandaríska herstöð í Írak í janúar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því upphaflega fram að ekki einn einasti hermaður hefði særst í árásinni en síðar kom í ljós að 64 voru sárir.

Nú hefur sú tala hækkað umtalsvert samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneytinu, en þess er þó einnig getið að 70 prósent þeirra sem særðust í árásinni hafi nú snúið aftur til starfa.

Íranir framkvæmdu árásina til að hefna fyrir drápið á háttsettum írönskum herforingja, Qasem Suleimani.

Fjölgun tilfella er útskýrð með því að um væga áverka hafi verið að ræða í flestum tilfellum og að langan tíma geti tekið að greina slíkt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×