Erlent

Segja nú að ellefu banda­rískir her­menn hafi særst í árás Írana

Atli Ísleifsson skrifar
Frá herstöðinni Al-Asad í Írak þann 14. janúar. Unnið er að hreinsunarstarfi.
Frá herstöðinni Al-Asad í Írak þann 14. janúar. Unnið er að hreinsunarstarfi. AP

Talsmaður Bandaríkjahers segir að ellefu bandarískir hermenn hafi þurft að leita aðhlynningar í kjölfar árása íranska hersins á tvær herstöðvar í Írak þann 8. janúar síðastliðinn. Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásunum og að eignatjón hafi verið minniháttar.

Reuters hefur eftir talsmanni Bandaríkjahers að ellefu hermenn hafi þurft að leita aðhlynningar vegna heilahristingseinkenna.

Íranir gerðu árásir á Ayn al-Asad herstöðina í Anbar og á aðra herstöð í Irbil aðfararnótt 8. janúar. Var árásin svar við drónaárás Bandaríkjahers í íröksku höfuðborginni Bagdad þann 3. janúar þar sem Qassem Soleimani, yfirmaður Quds-sveita íranska byltingarvarðarins, var ráðinn af dögum ásamt fleirum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogar Bandaríkjahers sögðu eftir árásina að enginn hafi særst í árás Írana.

„Á meðan engir bandarískir hermenn voru drepnir í árás Írana þann 8. janúar á Al Asad herstöðina, fengu nokkrir aðhlynningu vegna einkenna um heilahristing vegna sprenginga,“ segir Bill Urban, talsmaður Bandaríkjahers, og bætir við að sumir njóti enn aðhlynningar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.