Erlent

Kóróna­veiran komin með nafn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tala látinna af völdum veirunnar fór yfir þúsund í dag.
Tala látinna af völdum veirunnar fór yfir þúsund í dag. Vísir/getty

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. Á fundinum var veirunni gefið nýtt nafn, Covid-19.

Tala látinna fór yfir þúsund í dag en alls hafa rúm 43 þúsund smitast. Tedros Ghebreyesus, yfirmaður stofnunarinnar, sagði mikilvægt að vísindamenn heimsins deildu upplýsingum til að stemma stigu við frekari útbreiðslu veirunnar.

„Nú reynir á vísindalega samstöðu. Mun heimsbyggðin koma saman til að finna sameiginlegar lausnir á sameiginlegum vandamálum? Þess vegna erum við hér í dag.“


Tengdar fréttir

Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni

Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×