Erlent

Em­bættis­menn látnir taka pokann sinn vegna út­breiðslu veirunnar

Atli Ísleifsson skrifar
103 létu lífið í héraðinu í gær og allt í allt er tala látinna nú komin í 1.016 á landsvísu.
103 létu lífið í héraðinu í gær og allt í allt er tala látinna nú komin í 1.016 á landsvísu. Getty

Kínversk stjórnvöld hafa rekið fjölmarga embættismenn í stjórnkerfinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi en nú hafa rúmlega þúsund Kínverjar látið lífið af hennar völdum.

Forsvarsmenn heilbrigðismála í Hubei-héraði, þar sem veiran átti upptök sín eru á meðal þeirra sem fengu reisupassann og þá hefur aðstoðarframkvæmdastjóri Rauða krossins í héraðinu verið látinn taka pokann sinn fyrir að sinna ekki skyldum sínum þegar kemur að því að fara með fé sem almenningur hefur látið af hendi rakna til samtakanna.

Ríkisstjórn landsins hefur skipað Wang Hesheng, sem er yfirmaður heilbrigðismála í gervöllu Kínaveldi, beint yfir málefni Hubei.

103 létu lífið í héraðinu í gær og allt í allt er tala látinna nú komin í 1.016 á landsvísu.

Nýsmituðum virðist þó fara fækkandi og í gær greindust 2.478 með veiruna, sem er tuttugu prósenta fækkun frá deginum áður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×