Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Barr (t.h.) hefur sætt gagnrýni pólitískra andstæðinga fyrir að vera sérstaklega handgenginn Trump forseta. Ummæli hans í sjónvarpsviðtali þar sem hann virtist setja ofan í við forsetann komu því á óvart. Vísir/EPA Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00