Lögmaður Stormy Daniels fundinn sekur um fjárkúgun Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 13:05 Fræðgarstjarna Michaels Avenatti hneig eins snöggulega og hún reis. Hann á nú yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. AP/Craig Ruttle Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01