Viðskipti erlent

Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Michael Avenatti.
Michael Avenatti. AP/Michael Owen Baker

Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike.

Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar.

„Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni.

Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta.

Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.