Enski boltinn

Rikki missti sig er markmaður Brentford gerði skelfileg mistök

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Ríkharð Óskar Guðnason, eða einfaldlega Rikki G, virtist vera hálf sofnaður yfir leik Hull City og Brentford í ensku B-deildinni í gær en hann vaknaði svoleiðis til lífsins er David Raya í marki Brentford gerðist sekur um skelfileg mistök.

Brentford vann leikinn örugglega á endanum en voru aðeins 2-0 yfir þegar langur bolti úr vörn Hull kom skoppandi fyrir fætur Raya. Sjón er sögu ríkari og þá er lýsing Rikka kostuleg að venju.

Lokatölur urðu á endanum 5-1 og því varð Brentford ekki meint af þessum skondnu en skelfilegu mistökum. 

Áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar muna eflaust eftir nafninu Peter Enckelman en sá er hvað frægastur fyrir að fá á sig mark keimlíkt því sem Raya fékk á sig í gær. Varð ferill hans aldrei samur eftir það.


Tengdar fréttir

Leeds missti toppsætið | Jón Daði spilaði í markalausu jafntefli

Leeds United tapaði óvænt 0-1 á heimavelli gegn Wigan Athletic og missti því toppsæti ensku B-deildarinnar til West Bromwich Albion sem vann Luton Town 2-0. Jón Daði Böðvarsson lék hálftíma er Millwall gerði markalaust jafntefli gegn Sheffield Wednesday.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×