Formaður landsnefndar Demókrata kallar eftir endurskoðun niðurstaðna í Iowa Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 18:30 Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Getty/Justin Sullivan Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, hefur kallað eftir endurskoðun á úrslitum kjörfunda sem fram fóru í Iowa-ríki á mánudag. Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals Demókrata í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Um var að ræða fyrsta forvalið af mörgum þar sem Demókratar velja sér forsetaframbjóðanda fyrir komandi kosningar. Perez hefur ekki kallað eftir eiginlegri endurtalningu heldur óskað eftir því að farið verði yfir gögn frá kjörfundunum og þau borin saman tilkynntar niðurstöður frá flokksstjórn Demókrata í Iowa. Með þessu vill formaðurinn tryggja nákvæmni niðurstaðna og auka traust almennings á þeim. A recanvass is a review of the worksheets from each caucus site to ensure accuracy. The IDP will continue to report results.— Tom Perez (@TomPerez) February 6, 2020 Tafirnar hafa leitt til mikillar óánægju og óvissu en nú hafa niðurstöður borist frá 97% kjörfundanna sem fram fóru í ríkinu á mánudag. Sem stendur munar afar litlu á frambjóðendunum Bernie Sanders og Pete Buttigieg sem deila toppsætinu. New York Times greindi frá því fyrr í dag að greining sérfræðinga bendi til þess að úrslitin frá umræddum kjörfundum séu full af misræmi og mistökum. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, hefur kallað eftir endurskoðun á úrslitum kjörfunda sem fram fóru í Iowa-ríki á mánudag. Miklar tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals Demókrata í Iowa vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Vandamálin eru rakin til tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Um var að ræða fyrsta forvalið af mörgum þar sem Demókratar velja sér forsetaframbjóðanda fyrir komandi kosningar. Perez hefur ekki kallað eftir eiginlegri endurtalningu heldur óskað eftir því að farið verði yfir gögn frá kjörfundunum og þau borin saman tilkynntar niðurstöður frá flokksstjórn Demókrata í Iowa. Með þessu vill formaðurinn tryggja nákvæmni niðurstaðna og auka traust almennings á þeim. A recanvass is a review of the worksheets from each caucus site to ensure accuracy. The IDP will continue to report results.— Tom Perez (@TomPerez) February 6, 2020 Tafirnar hafa leitt til mikillar óánægju og óvissu en nú hafa niðurstöður borist frá 97% kjörfundanna sem fram fóru í ríkinu á mánudag. Sem stendur munar afar litlu á frambjóðendunum Bernie Sanders og Pete Buttigieg sem deila toppsætinu. New York Times greindi frá því fyrr í dag að greining sérfræðinga bendi til þess að úrslitin frá umræddum kjörfundum séu full af misræmi og mistökum. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00