Erlent

Óánægja og tafir í Iowa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stuðningsmenn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren rökræða á kjörstað í Iowa í gær.
Stuðningsmenn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren rökræða á kjörstað í Iowa í gær. Vísir/getty

Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. Um er að ræða fyrsta forvalið af mörgum þar sem demókratar velja sér forsetaframbjóðanda fyrir komandi kosningar.

Óljóst er hvað hefur valdið töfunum, demókratar tala um að bilanir hafi orðið í tölvukerfi flokksins sem gerði það ómögulegt að senda úrslit frá einstökum kjörstöðum til yfirkjörstjórnar en óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að ráðist hafi verið á kerfið með einhverjum hætti.

Ekkert hefur verið gefið upp um úrslitin og raunar ekki ljóst hvort þau liggi yfir höfuð fyrir. Ræða Pete Buttigieg, eins frambjóðandans, kom því á óvart en þar vísaði hann sterklega til þess að hann hefði farið með sigur af hólmi forvalinu, sem væri þvert á fyrri kannanir í ríkinu.

Talsmaður Joe Biden, sem er talinn einna líklegastur til að hljóta útnefninguna á endanum hefur hins vegar birt harðort kvörtunarbréf til kjörstjórnar þar sem fundið er að framkvæmd forvalsins og vísað í margvíslegar tæknibilanir sem orðið hafi í nótt.


Tengdar fréttir

Forval demókrata hefst í Iowa

Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×