Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Pete Buttigieg er efstur ásamt Bernie Sanders í Iowa miðað við þær tölur sem hafa verið gefnar út. Hann og aðrir frambjóðendur eru þegar komnir til New Hampshire þar sem næstu hluti forvalsins fer fram í næstu viku. AP/Elise Amendola Demókrataflokkurinn í Nevada er hættur við að nota snjallforrit til að halda utan um úrslit kjörfunda þar síðar í mánuðinum í ljósi glundroðans sem skapaðist vegna tæknilegra vandamála í Iowa á mánudagskvöld. Endanleg úrslit kjörfunda í forvali demókrata liggja enn ekki fyrir í Iowa. Vandamálum í snjallforriti sem Demókrataflokkurinn lét hanna til að taka við tilkynningum kjörstaða um úrslit hefur verið kennt um miklar tafir í Iowa. Úrslit forvalsins þar áttu að liggja fyrir á aðfararnótt þriðjudags en vegna misræmis í tölum frá kjörstöðum voru engin úrslit gefin út fyrr en í gærkvöldi og þá aðeins fyrir innan við þrjá af hverjum fjórum stöðum. Til stóð að nota snjallforritið umtalaða í forvalinu í Nevada sem fer fram 22. febrúar en það er haldið með svipuðu sniði og í Iowa. Fulltrúar Demókrataflokksins þar segja nú hins vegar að þeir séu hættir við það. „Demókratar í Nevada geta sagt með vissu að það sem gerðist á kjörfundinum í Iowa gerist ekki í Nevada,“ sagði William McCurdy, formaður flokksins þar í yfirlýsingu í gær. Unnið sé að því að þróa aðrar leiðir til að koma úrslitum frá kjörfundum til skila. Reyna að tryggja að úrslitin séu rétt Enn hafa aðeins verið gefnar út tölur fyrir 71% svonefndra kjörfunda í Iowa. Eins og sakir standa fengju Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, flesta kjörmenn í Iowa. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, er í þriðja sæti og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem hefur verið með forskot í skoðanakönnunum á landsvísu, í því fjórða. Í gærkvöldi sagði flokkurinn að frekari úrslit yrðu ekki kynnt fyrr en í dag. Troy Price, formaður Demókrataflokks Iowa, baðst afsökunar á töfunum en fullvissaði kjósendur um að tölurnar væru réttar og að úrslitin væru til skjalfest. „Við höfum lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að úrslitin séu rétt,“ sagði hann við fréttamenn. Úrslitin í Iowa virðast ætla að verða Sanders hagstæð. Honum er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire og Nevada, næstu tveimur áfangastöðunum í forvalinu.AP/Matt Rourke Spenna og togstreita hjá frambjóðendunum Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á samkomustöðum og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Frambjóðendur þurfa að hljóta stuðning að minnsta kosti 15% þátttakenda í kjörfundi. Nái þeir ekki því lágmarki mega stuðningsmenn annarra frambjóðenda reyna að sannfæra kjósendur þeirra sem hlutu ekki brautargengi um að slást í þeirra hóp. Eftir þá endurröðun kjósenda fá frambjóðendur kjörmenn á landsfund Demókrataflokksins, sem velur forsetaframbjóðandann, í hlutfalli við vægi kjörfundanna. Ofan á tæknileg vandamál með snjallforritið sem formenn kjörstaða áttu að nota til að senda inn úrslit bættist að forvalið í ár er það fyrsta þar sem demókratar í Iowa gefa upp tölur fyrir allt kjörfundarferlið, alls þrjár mismunandi tölur: fjölda kjósenda hvers frambjóðanda í upphafi, eftir endurröðun kjósenda þegar ógjaldgengir frambjóðendur hafa verið sigtaðir út og að síðustu fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi fékk. Þar til í ár hefur flokkurinn aðeins gefið upp fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi vann sér inn. Ringulreiðin í kringum talninguna í Iowa olli töluverðri spennu og togstreitu á meðal frambjóðendanna. Framboð Biden reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn birti aðeins hluta úrslitanna í gærkvöldi en án árangurs. Buttigieg hrósaði sigri þegar á aðfaranótt þriðjudags þrátt fyrir að flokkurinn hefði ekki birt neinar formlegar tölur um úrslit. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn Sanders haldið samsæriskenningum á lofti um að klúðrið með talninguna hafi verið útspil landsnefndar Demókrataflokksins til að skemma fyrir honum. Shadow, fyrirtækið sem þróaði snjallforritið í Iowa, var stofnað af tveimur fyrrverandi starfsmönnum framboðs Hillary Clinton sem Sanders tapaði fyrir í forvalinu árið 2016. Bæði Biden og Buttigieg hafa keypt aðra þjónustu af fyrirtækinu. Framboð Biden sagðist í gær hafa slitið viðskiptasambandi við Shadow í fyrra. Trump forseti og margir áhangendur hans notfærðu sér glundroðann hjá demókrötum til að skjóta á flokkinn og kynda frekar undir samsæriskenningar af þessu tagi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Nevada er hættur við að nota snjallforrit til að halda utan um úrslit kjörfunda þar síðar í mánuðinum í ljósi glundroðans sem skapaðist vegna tæknilegra vandamála í Iowa á mánudagskvöld. Endanleg úrslit kjörfunda í forvali demókrata liggja enn ekki fyrir í Iowa. Vandamálum í snjallforriti sem Demókrataflokkurinn lét hanna til að taka við tilkynningum kjörstaða um úrslit hefur verið kennt um miklar tafir í Iowa. Úrslit forvalsins þar áttu að liggja fyrir á aðfararnótt þriðjudags en vegna misræmis í tölum frá kjörstöðum voru engin úrslit gefin út fyrr en í gærkvöldi og þá aðeins fyrir innan við þrjá af hverjum fjórum stöðum. Til stóð að nota snjallforritið umtalaða í forvalinu í Nevada sem fer fram 22. febrúar en það er haldið með svipuðu sniði og í Iowa. Fulltrúar Demókrataflokksins þar segja nú hins vegar að þeir séu hættir við það. „Demókratar í Nevada geta sagt með vissu að það sem gerðist á kjörfundinum í Iowa gerist ekki í Nevada,“ sagði William McCurdy, formaður flokksins þar í yfirlýsingu í gær. Unnið sé að því að þróa aðrar leiðir til að koma úrslitum frá kjörfundum til skila. Reyna að tryggja að úrslitin séu rétt Enn hafa aðeins verið gefnar út tölur fyrir 71% svonefndra kjörfunda í Iowa. Eins og sakir standa fengju Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, flesta kjörmenn í Iowa. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, er í þriðja sæti og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem hefur verið með forskot í skoðanakönnunum á landsvísu, í því fjórða. Í gærkvöldi sagði flokkurinn að frekari úrslit yrðu ekki kynnt fyrr en í dag. Troy Price, formaður Demókrataflokks Iowa, baðst afsökunar á töfunum en fullvissaði kjósendur um að tölurnar væru réttar og að úrslitin væru til skjalfest. „Við höfum lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að úrslitin séu rétt,“ sagði hann við fréttamenn. Úrslitin í Iowa virðast ætla að verða Sanders hagstæð. Honum er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire og Nevada, næstu tveimur áfangastöðunum í forvalinu.AP/Matt Rourke Spenna og togstreita hjá frambjóðendunum Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á samkomustöðum og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Frambjóðendur þurfa að hljóta stuðning að minnsta kosti 15% þátttakenda í kjörfundi. Nái þeir ekki því lágmarki mega stuðningsmenn annarra frambjóðenda reyna að sannfæra kjósendur þeirra sem hlutu ekki brautargengi um að slást í þeirra hóp. Eftir þá endurröðun kjósenda fá frambjóðendur kjörmenn á landsfund Demókrataflokksins, sem velur forsetaframbjóðandann, í hlutfalli við vægi kjörfundanna. Ofan á tæknileg vandamál með snjallforritið sem formenn kjörstaða áttu að nota til að senda inn úrslit bættist að forvalið í ár er það fyrsta þar sem demókratar í Iowa gefa upp tölur fyrir allt kjörfundarferlið, alls þrjár mismunandi tölur: fjölda kjósenda hvers frambjóðanda í upphafi, eftir endurröðun kjósenda þegar ógjaldgengir frambjóðendur hafa verið sigtaðir út og að síðustu fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi fékk. Þar til í ár hefur flokkurinn aðeins gefið upp fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi vann sér inn. Ringulreiðin í kringum talninguna í Iowa olli töluverðri spennu og togstreitu á meðal frambjóðendanna. Framboð Biden reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn birti aðeins hluta úrslitanna í gærkvöldi en án árangurs. Buttigieg hrósaði sigri þegar á aðfaranótt þriðjudags þrátt fyrir að flokkurinn hefði ekki birt neinar formlegar tölur um úrslit. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn Sanders haldið samsæriskenningum á lofti um að klúðrið með talninguna hafi verið útspil landsnefndar Demókrataflokksins til að skemma fyrir honum. Shadow, fyrirtækið sem þróaði snjallforritið í Iowa, var stofnað af tveimur fyrrverandi starfsmönnum framboðs Hillary Clinton sem Sanders tapaði fyrir í forvalinu árið 2016. Bæði Biden og Buttigieg hafa keypt aðra þjónustu af fyrirtækinu. Framboð Biden sagðist í gær hafa slitið viðskiptasambandi við Shadow í fyrra. Trump forseti og margir áhangendur hans notfærðu sér glundroðann hjá demókrötum til að skjóta á flokkinn og kynda frekar undir samsæriskenningar af þessu tagi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20