Veður

Mun norð­lægari og svalari áttir sækja að landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag eins og það leit út í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Eftir nokkra hlýja og góða daga, einkum fyrir norðan og austan, eru blikur á lofti þegar norðlægar og mun svalari áttir sækja að landinu.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að þegar fram komi í miðja viku fari hitinn lítið yfir 10 stig á meðan veðrið á suðvesturhorninu verði allnokkuð betra og þar ætti hitinn að vera nokkuð víða 15 til 18 stig yfir daginn.

„Samt þurfum við að búa við það að skúrir gætu gert sig gildandi á Suðvesturlandi frá og með seinnipartinn í dag og fram á kvöld og eins má búast við rigningu í nótt og fram á annað kvöld á sömu slóðum. Eftir það er ekki mikla úrkomu að sjá á landinu fram að helgi,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 5-10 m/s, en heldur hægari norðaustanlands. Dálítil rigning suðvestantil, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast vestanlands.

Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s hvassast við suðausturströndina, en hægari N-lands. Skýjað eða skýjað með köflum. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 16 stig á Suðurvesturlandi.

Á föstudag: Norðaustan 8-13 og skýjað uim landið A-vert og jafnvel dálítil væta austast, en annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðlæg átt. Skýjað og þurrt, en bjart veður S- og V-til. Heldur svalara.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt. Víða bjartviðri, en lengst af skýjað austantil. Hiti 7 til 13 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×