Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 11:30 KR-ingar fljúga til Glasgow á eftir og mæta stórliði Celtic annað kvöld. VÍSIR/BÁRA KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag. KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag.
KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30