Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Boli Bolingoli verður hugsanlega í agabanni þegar Celtic mætir KR, ef leikurinn fer á annað borð fram. SAMSETT/GETTY/BÁRA Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans. Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans.
Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58
Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48