Erlent

Grímu­skylda í al­mennings­sam­göngum í Dan­mörku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kynnir hertar aðgerðir á blaðamannafundi í morgun.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kynnir hertar aðgerðir á blaðamannafundi í morgun. EPA

Yfirvöld í Danmörku kynntu í morgun hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og verður meðal annars skylt að bera grímur fyrir vitum í almenningssamgöngum frá og með laugardeginum 22. ágúst. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti aðgerðirnar á fundinum og sagði hún það vel koma til greina að grímuskylda yrði sett á á fleiri stöðum þar sem fólk safnast saman, til dæmis í verslunum og heilsugæslum.

Grímuskyldan á ekki aðeins við inni í almenningssamgöngum, svo sem strætóvögnum eða lestum, heldur einnig á lestarstöðvum og strætóstoppum. Sé fólk ekki með grímur þurfi það að yfirgefa vagnana. Þetta gildir einnig um leigubíla og ferjur og gildir um alla yfir 12 ára aldri. Einhverjir fullorðnir einstaklingar geta þó fengið undanþágu vegna heilbrigðisástæðna.


Tengdar fréttir

Danir fresta því að slaka á að­gerðum

Til stóð að opna fyrir starfsemi í tónleikasölum og næturklúbbum á ný í ágústmánuði, en nú er ljóst að það verður að bíða betri tíma í ljósi þróunar síðustu vikna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×