Innlent

Kemur til greina að herða aðgerðir á landamærum ef þurfa þykir

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Tvöföld sýnataka á landamærum verður útvíkkuð frá og með hádegi á morgun.
Tvöföld sýnataka á landamærum verður útvíkkuð frá og með hádegi á morgun. Vísir/Vilhelm

Til greina kemur að grípa til hertari aðgerða á landamærum ef þær ráðstafanir sem kynntar voru í dag bera ekki árangur. 

Að svo stöddu verður engin breyting hvað varðar farþega sem koma til landsins frá þeim sex ríkjum sem þykja örugg. Þannig þurfa þeir sem koma frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, Færeyjum og Grænlandi hvorki að fara í skimun né sóttkví.

Allir aðrir þurfa að fara í sýnatöku eða sóttkví við komuna til landsins, viðhafa heimkomusmitgát ef fyrsta sýni er neikvætt og fara aftur í sýnatöku að fjórum til sex dögum liðnum. Þetta á jafnt við um Íslendinga, þá sem hafa náin tengsl eða samneiti við íslenskt samfélag - og ferðamenn sem ætla að vera hér á landi í tíu daga eða lengur.

Þannig þurfa til dæmis ferðamenn sem koma frá Bretlandi, Frakklandi eða öðru ríki sem skilgreint er sem áhættusvæði, og ætla að vera hér skemur en í tíu daga og hafa ekki tengsl við íslenskt samfélag, ekki að fara í seinni sýnatökuna.

Gerð er nánari grein fyrir þeim aðgerðum sem taka gildi á morgun í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×