Enski boltinn

Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool hefur unnið 21 af fyrstu 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool hefur unnið 21 af fyrstu 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Liverpool gæti jafnað met Arsenal yfir flesta deildarleiki í röð án taps þegar liðið sækir Manchester City heim 4. apríl næstkomandi.

Liverpool hefur leikið 39 deildarleiki í röð án þess að tapa. Síðast tapaði liðið fyrir City á útivelli 3. janúar 2019. Það var jafnframt eina tap Liverpool á síðasta tímabili.

Arsenal á metið yfir flesta leiki í röð án taps í efstu deild á Englandi. Skytturnar töpuðu ekki í 49 leikjum í röð frá 2003 til 2004 og fóru ósigraðar í gegnum tímabilið 2003-04.

Manchester United kom í veg fyrir að Arsenal myndi ná 50 leikjum ósigraðir í röð með 2-0 sigri í frægum leik á Old Trafford 24. október 2004.

Liverpool gæti tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár með sigri á Etihad 4. apríl næstkomandi.

Í leiknum þar á undan fær Liverpool Crystal Palace í heimsókn. Palace er síðasta liðið sem vann á Anfield í apríl 2017.

Liverpool getur aukið forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í 16 stig með sigri á Wolves á Molineux í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.