Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 07:41 Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Getty Grunur er um tvö tilfelli Wuhan-veitusmits í norðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram í finnskum fjölmiðlum í morgun. Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan. YLE segir frá því að um sé að ræða meðlimi kínverskrar fjölskyldu frá Wuhan sem er á ferðalagi í Finnlandi. Tveir úr fjölskyldunni hafi leitað á heilsugæslu í bænum Ivalo eftir að þeir fundu fyrir flensueinkennum. Prufurnar hafa verið sendar til höfuðborgarinnar Helsinki til rannsóknar þar sem búist er við að niðurstaða liggi fyrir síðdegis í dag eða í kvöld. Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hefur einnig verið gripið til fjölda annarra ráðstafana, meðal annars að banna fjöldasamkomur, aflýsa ýmsum nýársfögnuðum, loka skemmtigörðum, auk þess að eftirlit hefur verið aukið á flugvöllum. Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir neyðarástand ríkja í Kína vegna veirunnar, en hefur ekki skilgreint ástandið sem heimsfaraldur. Finnland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Grunur er um tvö tilfelli Wuhan-veitusmits í norðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram í finnskum fjölmiðlum í morgun. Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan. YLE segir frá því að um sé að ræða meðlimi kínverskrar fjölskyldu frá Wuhan sem er á ferðalagi í Finnlandi. Tveir úr fjölskyldunni hafi leitað á heilsugæslu í bænum Ivalo eftir að þeir fundu fyrir flensueinkennum. Prufurnar hafa verið sendar til höfuðborgarinnar Helsinki til rannsóknar þar sem búist er við að niðurstaða liggi fyrir síðdegis í dag eða í kvöld. Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hefur einnig verið gripið til fjölda annarra ráðstafana, meðal annars að banna fjöldasamkomur, aflýsa ýmsum nýársfögnuðum, loka skemmtigörðum, auk þess að eftirlit hefur verið aukið á flugvöllum. Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir neyðarástand ríkja í Kína vegna veirunnar, en hefur ekki skilgreint ástandið sem heimsfaraldur.
Finnland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33