Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:03 Útgöngubann er í borginni Wuhan þar sem talið er að uppruni veirunnar sé. vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. Frá þessu er greint á vef landlæknis en samkvæmt vefsíðunni Flight Connections eru bein flug til Wuhan frá London, París, Moskvu og Róm. Á vef landlæknis segir að sóttvarnalæknir fylgist náið með upplýsingum um sjúkdóminn sem tilkominn er vegna Wuhan-veirunnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og ECDC. Wuhan-veiran er ný tegund af nýrri kórónaveiru en margt er enn óljóst um sjúkdóminn af völdum veirunnar. Smit milli einstaklinga virðist ekki vera algengt Eftirfarandi er þó vitað með þessu: • Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan borg í Kína og þá aðallega á ákveðnum matarmarkaði í borginni. Rannsóknir standa nú yfir í Kína hvort veiruna megi einnig finna á öðrum stöðum. • Þeir einstaklingar sem greinst hafa með þessa nýju veiru hafa nánast allir komið frá Wuhan borg. Þeir hafa ýmist ferðast til annarra staða í Kína, til annarra landa í Asíu eða til annarra landa utan Asíu. • Smit á milli einstaklinga hefur verið staðfest en virðist enn sem komið er ekki vera algengt. • Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst í Evrópu en veiran hefur greinst í Bandaríkjunum hjá einstaklingi sem kom frá Wuhan borg. • Sýkingin hefur nú verið staðfest hjá um 600 einstaklingum en að öllum líkindum er fjöldi sýktra verulega meiri. • Í dag, 23. janúar 2020, hafa 17 einstaklingar látist af völdum veirunnar en allir voru með undirliggjandi sjúkdóma. • Kínverjar hafa gripið til róttækra aðgerða í því skyni að stöðva útbreiðslu faraldursins eins og samgöngu- og samkomubanns sem vonandi mun hefta útbreiðsluna.Áhættumat ECDC á veirunni í dag er eftirfarandi: • Líklegt er að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan borgar í Kína. • Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. • Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og SARS veiran gerði 2002 en þá létust um 10% af þeim sem sýktust. Ekki ástæða til að skima farþega hér á landi Varðandi viðbúnað hér á landi segir á vef landlæknis að opinber viðbrögð muni miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga: • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru. • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi. • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla. • Heilbrigðisstofnanir verða hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til að huga vel að sýkingavörnum. • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. Frá þessu er greint á vef landlæknis en samkvæmt vefsíðunni Flight Connections eru bein flug til Wuhan frá London, París, Moskvu og Róm. Á vef landlæknis segir að sóttvarnalæknir fylgist náið með upplýsingum um sjúkdóminn sem tilkominn er vegna Wuhan-veirunnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og ECDC. Wuhan-veiran er ný tegund af nýrri kórónaveiru en margt er enn óljóst um sjúkdóminn af völdum veirunnar. Smit milli einstaklinga virðist ekki vera algengt Eftirfarandi er þó vitað með þessu: • Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan borg í Kína og þá aðallega á ákveðnum matarmarkaði í borginni. Rannsóknir standa nú yfir í Kína hvort veiruna megi einnig finna á öðrum stöðum. • Þeir einstaklingar sem greinst hafa með þessa nýju veiru hafa nánast allir komið frá Wuhan borg. Þeir hafa ýmist ferðast til annarra staða í Kína, til annarra landa í Asíu eða til annarra landa utan Asíu. • Smit á milli einstaklinga hefur verið staðfest en virðist enn sem komið er ekki vera algengt. • Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst í Evrópu en veiran hefur greinst í Bandaríkjunum hjá einstaklingi sem kom frá Wuhan borg. • Sýkingin hefur nú verið staðfest hjá um 600 einstaklingum en að öllum líkindum er fjöldi sýktra verulega meiri. • Í dag, 23. janúar 2020, hafa 17 einstaklingar látist af völdum veirunnar en allir voru með undirliggjandi sjúkdóma. • Kínverjar hafa gripið til róttækra aðgerða í því skyni að stöðva útbreiðslu faraldursins eins og samgöngu- og samkomubanns sem vonandi mun hefta útbreiðsluna.Áhættumat ECDC á veirunni í dag er eftirfarandi: • Líklegt er að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan borgar í Kína. • Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. • Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og SARS veiran gerði 2002 en þá létust um 10% af þeim sem sýktust. Ekki ástæða til að skima farþega hér á landi Varðandi viðbúnað hér á landi segir á vef landlæknis að opinber viðbrögð muni miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga: • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru. • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi. • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla. • Heilbrigðisstofnanir verða hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til að huga vel að sýkingavörnum. • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01