Íslenski boltinn

Allir leikir í Pepsi Max-deildunum í beinni útsendingu um helgina

Sindri Sverrisson skrifar
Boltinn er að byrja að rúlla aftur í Pepsi Max-deildunum.
Boltinn er að byrja að rúlla aftur í Pepsi Max-deildunum. samsett/vilhelm/bára

Það verður sannkölluð fótboltaveisla á Stöð 2 Sport og Vísi um helgina nú þegar íslenski boltinn byrjar að rúlla að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjunum um helgina en hægt verður að fylgjast með leikjunum á skjánum.

Sjö leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla frá því í kvöld og fram á mánudag, og verða þeir allir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Veislan hefst á stórleik KR og FH kl. 18 í kvöld og verður heil umferð leikin fram á sunnudag. Við bætist frestaður stórleikur FH og Stjörnunnar úr 4. umferð.

Leikir í beinni útsendingu í Pepsi Max-deild karla

 • Föstudagurinn 14. ágúst
 • 18.00 KR - FH (Stöð 2 Sport)
 • 19.15 Stjarnan - Grótta (Stöð 2 Sport 3)
 • Laugardagurinn 15. ágúst
 • 16.00 ÍA - Fylkir (Stöð 2 Sport 3)
 • 16.00 Valur - KA (Stöð 2 Sport)
 • Sunnudagurinn 16. ágúst
 • 17.00 HK - Fjölnir (Stöð 2 Sport)
 • 19.15 Víkingur R. - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
 • Mánudagurinn 17. ágúst
 • 18.00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport)

Heil umferð fer fram í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudag og mánudag. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og þrír leikir sýndir beint í opinni dagskrá hér á Vísi.

Selfoss og Fylkir mætast í forvitnilegum slag liðanna í 4. og 3. sæti, og í Laugardalnum mætast Þróttur R. og ÍBV í mikilvægum leik í fallbaráttunni. Tíundu umferðinni lýkur með leik Íslandsmeistara Vals við KR-konur sem voru að losna úr sóttkví.

Leikir í beinni útsendingu í Pepsi Max-deild kvenna

 • Sunnudagurinn 16. ágúst
 • 14.00 Þróttur R. - ÍBV (Vísir)
 • 14.00 Selfoss - Fylkir (Stöð 2 Sport)
 • 16.00 Stjarnan - Þór/KA (Stöð 2 Sport 3)
 • 16.00 FH - Breiðablik (Vísir)
 • Mánudagurinn 17. ágúst
 • 18.00 KR - Valur (Vísir)

Tengdar fréttir

Áhorfendur ekki leyfðir um sinn

Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.