Eiður Smári: Fannst eins og það hafi verið kippt undan manni fótunum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2020 09:30 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira