Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2020 12:13 Myndum af fórnarlömbunum hefur verið stillt upp á flugvelinum í Kænugarði þar sem farþeganna er minnst. Vísir/EPA Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins. Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins.
Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36
Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45