Erlent

Kína erf­ið­ar­i and­stæð­ing­ur en Sov­ét­rík­in

Samúel Karl Ólason skrifar
Mike Pompeo í Tékklandi.
Mike Pompeo í Tékklandi. AP/Petr David Josek

Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. Þetta sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Tékklandi í dag þar sem hann kallaði eftir samstöðu Evrópuríkja með Bandaríkjunum. Saman gætu þessir aðilar spornað gegn auknum áhrifum Kommúnistaflokks Kína.

Í ræðu á öldungadeildarþingi Tékklands í dag sagði Pompeo einnig að heimurinn væri ekki að upplifa „kalda stríðið 2,0“.

„Kommúnistaflokkurinn er þegar samvofinn efnahögum okkar, stjórnmálum okkar, samfélögum okkar á þann hátt sem Sovétríkin voru aldrei,“ sagði Pompeo, samkvæmt frétt Reuters.

Yfirvöld í Kína hafa kvartað yfir því að ríkisstjórn Donald Trump sé að nota ríkið til að mála skrattann á vegginn fyrir forsetakosningar Bandaríkjanna í nóvember.

Samband Bandaríkjanna og Kína hefur þó farið versnandi um nokkuð skeið og þá meðal annars vegna málefna Hong Kong, tilkalls Kína til Suður-Kínahafs, njósna og umsvifa tæknifyrirtækisins Huawei.

Strax í upphafi ársins 2018 gaf Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna út nýja varnarstefnu ríkisins þar sem mikil áherlsa var lögð á að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum

Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum.

Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum

Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn.

Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.