Snúa sér að Kína og Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 17:00 Bandarískir hermenn við æfingar í Eistlandi. Vísir/Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis. Bandaríkin Eistland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis.
Bandaríkin Eistland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira