Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2020 10:00 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, skilur ekkert í því að það sé ekki verið að spila fótbolta hér á landi um þessar mundir. KR dróst í gær gegn skosku meisturunum í Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en þessi lið mættust ekki fyrir svo mörgum árum og þá vann Celtic samanlagt 5-0 sigur. #CelticFC have been drawn against KR Reykjavik in the @ChampionsLeague first qualifying round.Full fixture date and venue TBC pic.twitter.com/gr93B1agJs— Celtic Football Club (@CelticFC) August 9, 2020 Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður KR-inga og ekki er það léttara með þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi varðandi knattspyrnufólk. Rúnar ræddi um reglurnar og leikinn í samtali við Fótbolti.net. Liðum er meinað að æfa eðlilega og öllum leikjum hefur verið frestað, í það minnsta til 13. ágúst, en Rúnar segir að Íslandsmeistararnir reyni að gera hvað þeir geta úr þessu, þó að hann skilji ekki ástandið. „Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu. Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolti.net en viðtalið má lesa í heild sinni þar. „Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“ Hann segir að það sé misræmi í hvað megi og hvað megi ekki og tók þar af leiðandi undir stjórn nafna síns, Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman.“ „Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum," sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, skilur ekkert í því að það sé ekki verið að spila fótbolta hér á landi um þessar mundir. KR dróst í gær gegn skosku meisturunum í Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en þessi lið mættust ekki fyrir svo mörgum árum og þá vann Celtic samanlagt 5-0 sigur. #CelticFC have been drawn against KR Reykjavik in the @ChampionsLeague first qualifying round.Full fixture date and venue TBC pic.twitter.com/gr93B1agJs— Celtic Football Club (@CelticFC) August 9, 2020 Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður KR-inga og ekki er það léttara með þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi varðandi knattspyrnufólk. Rúnar ræddi um reglurnar og leikinn í samtali við Fótbolti.net. Liðum er meinað að æfa eðlilega og öllum leikjum hefur verið frestað, í það minnsta til 13. ágúst, en Rúnar segir að Íslandsmeistararnir reyni að gera hvað þeir geta úr þessu, þó að hann skilji ekki ástandið. „Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu. Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolti.net en viðtalið má lesa í heild sinni þar. „Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“ Hann segir að það sé misræmi í hvað megi og hvað megi ekki og tók þar af leiðandi undir stjórn nafna síns, Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman.“ „Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum," sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48