Bleyta í kortunum fyrir næstu daga Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2020 08:10 Spákortið fyrir hádegið í dag eins og það leit út í hádeginu. veðurstofan Landsmenn mega reikna með suðaustankalda eða strekkingi, átta til fimmtán metrum, með rigningu í dag, þar sem verður þó hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti verður á bilinu10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það dragi úr vindi og úrkomu með kvöldinu, en rigni enn á Suðausturlandi. „Áfram sunnanátt og rigning með köflum á morgun, mánudag og þriðjudag, en þurrt að kalla norðustan til. Hlýnar í veðri og fer hiti líklega yfir 20 stig á Norausturlandi eftir helgi. Rigningarveðrið veldur hárri vatnsstöðu í ám og lækjum á hálendinu þ.a. vöð geta orðið varasöm. Ferðamenn á þeim slóðum eru því hvattir til að fara varlega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í spákortunum má sjá rigningu, en líkur á að þurrara verði þær nær dregur næstu helgi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, hvassast vestat, en þurrt og bjart NA til. Hiti 10 til 15 stig, en allt að 20 stigum á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Sunnan 5-10 m/s og rigning á V-verðu landinu, en þurrt að kalla eystra. Hiti víða 11 til 16 stig, en kringum 20 stig NA til. Á miðvikudag: Fremur hæg suðvestlæg átt og bjart með köflum, en hvessir V-lands ,með rigningu um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á SA-landi. Á fimmtudag: Útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með rigningu, en úrkomulítið eystra. Áfram hlýtt í veðri. Á föstudag og laugardag: Líklega áfram suðlægar áttir, fremur þurrt og hlýtt í veðri. Veður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Sjá meira
Landsmenn mega reikna með suðaustankalda eða strekkingi, átta til fimmtán metrum, með rigningu í dag, þar sem verður þó hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti verður á bilinu10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það dragi úr vindi og úrkomu með kvöldinu, en rigni enn á Suðausturlandi. „Áfram sunnanátt og rigning með köflum á morgun, mánudag og þriðjudag, en þurrt að kalla norðustan til. Hlýnar í veðri og fer hiti líklega yfir 20 stig á Norausturlandi eftir helgi. Rigningarveðrið veldur hárri vatnsstöðu í ám og lækjum á hálendinu þ.a. vöð geta orðið varasöm. Ferðamenn á þeim slóðum eru því hvattir til að fara varlega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í spákortunum má sjá rigningu, en líkur á að þurrara verði þær nær dregur næstu helgi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, hvassast vestat, en þurrt og bjart NA til. Hiti 10 til 15 stig, en allt að 20 stigum á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Sunnan 5-10 m/s og rigning á V-verðu landinu, en þurrt að kalla eystra. Hiti víða 11 til 16 stig, en kringum 20 stig NA til. Á miðvikudag: Fremur hæg suðvestlæg átt og bjart með köflum, en hvessir V-lands ,með rigningu um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á SA-landi. Á fimmtudag: Útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með rigningu, en úrkomulítið eystra. Áfram hlýtt í veðri. Á föstudag og laugardag: Líklega áfram suðlægar áttir, fremur þurrt og hlýtt í veðri.
Veður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Sjá meira