Erlent

Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn

Kjartan Kjartansson skrifar
West var þar til nýlega mikill stuðningsmaður Trump forseta. Hann tilkynnti svo skyndilega um eigið forsetaframboð í sumar. 
West var þar til nýlega mikill stuðningsmaður Trump forseta. Hann tilkynnti svo skyndilega um eigið forsetaframboð í sumar.  Vísir/EPA

Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri.

West tilkynnti óvænt um framboð sitt til forseta í sumar en þá var framboðsfrestur þegar liðinn í nokkrum ríkjum. Vinir og vandamenn West, þar á meðal Kim Kardashian, eiginkona hans, hafa lýst áhyggjum af geðrænu ástandi hans en hann hefur glímt við geðhvörf. Hélt West meðal annars furðulegan fund með stuðningsmönnum þar sem hann var í töluverðu tilfinningalegu uppnámi, grét, öskraði og skipaði fólki að klappa ekki.

New York Times segir að einstaklingar sem hafa unnið fyrir Repúblikanaflokkinn hafi meðal annars safnað undirskriftum til að fá framboð West skráð í nokkrum ríkjum. Einn þeirra var handtekinn vegna gruns um kosningasvik þegar hann vann fyrir flokkinn í Kaliforníu árið 2008.

Eftir að West tilkynnti um framboð sitt áframtísti Trump forseti tísti um að tónlistarmaðurinn gæti mögulega stolið atkvæðum frá Joe Biden, væntanlegum forsetaframbjóðanda demókrata.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian brotnaði niður þegar hún hitti Kanye West

Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar.

Kanye biður Kim afsökunar

Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar.

Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye

Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.