Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 22:43 Kim og Kanye eru hjón. Pierre Suu/Getty Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira