Erlent

Kanye biður Kim afsökunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kanye West sagði á stuðningsmannafundi í síðustu viku að hann hafi ekki verið tilbúinn fyrir fæðingu dóttur þeirra Kim Kardashian West og að hann hafi næstum því drepið hana.
Kanye West sagði á stuðningsmannafundi í síðustu viku að hann hafi ekki verið tilbúinn fyrir fæðingu dóttur þeirra Kim Kardashian West og að hann hafi næstum því drepið hana. Getty/Mark Sagliocco

Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar.

„Ég vil biðja eiginkonu mína Kim afsökunar fyrir að hafa fjallað um einkamál opinberlega,“ skrifaði hann í færslu á Twitter í gærkvöldi.

Miklar vangaveltur hafa verið um stöðu sambands þeirra en Kanye hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum og á fjöldafundi sem hann hélt síðastliðinn mánudag ræddi hann meðal annars fæðingu dóttur sinnar North West og sagðist hann næstum því hafa drepið hana.

Þá steig Kim fram á miðvikudaginn og birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns en hann er greindur með geðhverfasýki (e. bipolar disorder). Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans.


Tengdar fréttir

Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye

Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×