Kanye West hélt óhefðbundinn stuðningsmannafund Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 07:24 Þrátt fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við Donald Trump áður hefur Kanye West gefið það út að hann muni bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05