Enski boltinn

Liverpool skrifar undir samning við Nike en Klopp við erkifjendurna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp fagnar enska meistaratitlinum.
Klopp fagnar enska meistaratitlinum. vísir/getty

Liverpool skrifaði á dögunum undir samning við íþróttafataframleiðandann Nike en nú virðist hins vegar stjóri félagsins vera búinn að skrifa undir auglýsingasamning við erkifjendurna.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Jurgen Klopp sé búinn að semja við Adidas og muni vera einungis einn af tveimur þjálfurunum sem eru samningsbundnir þeim.

Telegraph greinir frá þessu en það er einungis Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni sem er einnig samningsbundinn fataframleiðanda. Mourinho er einnig samningsbundinn Nike.

Klopp hefur verið duglegur að auglýsa í heimalandinu en hann hefur verið andlit bjórsins, Erdinger, en þegar hann þjálfaði þar var hann einnig á auglýsingum súkkulaðiframleiðanda og bíla.

Það er spurning hvernig þessar fréttir fara í forráðamenn ensku meistaranna og forráðamenn Nike en samningur Nike við Liverpool er talinn hljóða upp á 70 milljónir punda á hverju ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.