Enski boltinn

Alexis Sanchez fer til Inter á frjálsri sölu

Ísak Hallmundarson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. getty/Nicolò Campo

Samkvæmt hinum virta ítalska íþróttafréttamanni Fabrizio Romano hafa Inter og Manchester United komist að samkomulagi um að Alexis Sanchez fari á frjálsri sölu til Inter.

Alexis hefur verið að láni hjá Inter frá Man Utd undanfarið ár. Lánssamningur hans rennur út í þessum mánuði en það er vilji beggja aðila að hann verði leikmaður Inter fyrir næsta tímabil.

Sílemaðurinn kom til United frá Arsenal árið 2018 en stóðst ekki væntingar og skoraði aðeins fimm mörk í 45 leikjum í United treyjunni. Hann var einn launahæsti leikmaður heims hjá Man Utd og mun hann fá sömu laun hjá Mílanó-liðinu. Vegna ofurlauna hans náðist samkomulag um að Inter þyrfti ekki að greiða Man Utd fyrir kaupin á Sanchez, í staðinn sparar United góða summu í launakostnað með því að losna við hann af launaskránni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.