Veður

Ný lægð á leið til landsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurspáin fyrir hádegi í dag.
Veðurspáin fyrir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Víðáttumikil lægð er nú yfir landinu, nánast kyrrstæði og grynnist. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Í miðju lægðarinnar er rólegasta veður. Von er á nýrri lægð til landsins í vikunni.

Búast má við hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Skýjað verður að mestu og einhver væta í flestum landshlutum, skúrir eða lítilsháttar rigning. Hiti verður víða á bilinu 10 til 15 stig.

Á morgun verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og smáskúrir víðast hvar.

„Eftir þessi rólegheit má búast við austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, þegar ný lægð kemur upp að landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Á þriðjudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Austlæg átt 5-13 m/s og fer að rigna, fyrst sunnantil, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning í öllum landshlutum, en styttir upp og birtir til norðaustanlands eftir hádegi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á föstudag:

Suðvestlæg átt og áfram dálítil rigning, eða skúrir, en þurt að kalla norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðlæg átt og dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og bjart veður norðaustanlands. Hlýnar lítillega.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt og áfram lítilsháttar vætu sunnan - og vestantil. Þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Hlýnar enn frekar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×