Veður

Ný lægð á leið til landsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurspáin fyrir hádegi í dag.
Veðurspáin fyrir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Víðáttumikil lægð er nú yfir landinu, nánast kyrrstæði og grynnist. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Í miðju lægðarinnar er rólegasta veður. Von er á nýrri lægð til landsins í vikunni.

Búast má við hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Skýjað verður að mestu og einhver væta í flestum landshlutum, skúrir eða lítilsháttar rigning. Hiti verður víða á bilinu 10 til 15 stig.

Á morgun verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og smáskúrir víðast hvar.

„Eftir þessi rólegheit má búast við austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, þegar ný lægð kemur upp að landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Á þriðjudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Austlæg átt 5-13 m/s og fer að rigna, fyrst sunnantil, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning í öllum landshlutum, en styttir upp og birtir til norðaustanlands eftir hádegi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á föstudag:

Suðvestlæg átt og áfram dálítil rigning, eða skúrir, en þurt að kalla norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðlæg átt og dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og bjart veður norðaustanlands. Hlýnar lítillega.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt og áfram lítilsháttar vætu sunnan - og vestantil. Þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Hlýnar enn frekar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.