Enski boltinn

Kíktu í heimsókn til Rashford: Skelfilegur kokkur sem hjólar í gufubaði á undirbúningstímabilinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Rashford átti frábært tímabil með Manchester United í vetur.
Marcus Rashford átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Leila Coker/Getty Images

Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. 

Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg.

Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum.

Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum.

„Aldrei.“

Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína.

Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo.

Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. 

Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.