Enski boltinn

Sá yngsti í sögunni segir að saman­burðurinn við Messi pirri hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Romero í leiknum gegn Real Madrid.
Romero í leiknum gegn Real Madrid. vísir/getty

Luka Romero, miðjumaður Mallorca, er yngsti leikmaður í sögu La Liga eftir að hann kom inn á gegn Real Madrid í júní.

Hann hefur verið borinn saman við Lionel Messi en honum er ekki skemmt yfir því og segir að það sé bara einn Lionel Messi.

Romero hefur verið kallaður hinn „mexíkóski Messi“ en hann fer afar vel með boltann eins og Messi.

„Samanburðurinn við Messi pirrar mig því það er bara einn Messi. Ég vil vera mitt eigið nafn í fótboltanum, sem Luka Romero,“ sagði hann í samtali við Fox Sports.

„Ég var fæddur í Mexíkó en fjölskylda mín er frá Argentínu. Ef þeim líkar vel við mig í Argentínu þá mun ég halda áfram að spila fyrir þá.“

„Mér líkar vel við að spila sem fremsti miðjumaður og hérna hjá Mallorca spilum við með framliggjandi miðjumenn. Ef ekki þar, þá sem hægri vængmaður.“

„Ég hef bætt mig mikið frá því að ég kom hingað. Sérstaklega hægri löppina sem ég notaði ekki mikið áður en ég kom hingað,“ sagði Romero.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.