Luka Romero, miðjumaður Mallorca, er yngsti leikmaður í sögu La Liga eftir að hann kom inn á gegn Real Madrid í júní.
Hann hefur verið borinn saman við Lionel Messi en honum er ekki skemmt yfir því og segir að það sé bara einn Lionel Messi.
Romero hefur verið kallaður hinn „mexíkóski Messi“ en hann fer afar vel með boltann eins og Messi.
„Samanburðurinn við Messi pirrar mig því það er bara einn Messi. Ég vil vera mitt eigið nafn í fótboltanum, sem Luka Romero,“ sagði hann í samtali við Fox Sports.
„Ég var fæddur í Mexíkó en fjölskylda mín er frá Argentínu. Ef þeim líkar vel við mig í Argentínu þá mun ég halda áfram að spila fyrir þá.“
„Mér líkar vel við að spila sem fremsti miðjumaður og hérna hjá Mallorca spilum við með framliggjandi miðjumenn. Ef ekki þar, þá sem hægri vængmaður.“
„Ég hef bætt mig mikið frá því að ég kom hingað. Sérstaklega hægri löppina sem ég notaði ekki mikið áður en ég kom hingað,“ sagði Romero.
'I want to make a name for myself in football'
— MailOnline Sport (@MailSport) July 28, 2020
LaLiga's youngest ever player admits comparisons with Lionel Messi ANNOY himhttps://t.co/y8WAty9BmS