Enski boltinn

Pearson búinn að fá sparkið frá Watford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halda haus drengir, er Pearson kannski að segja hér. Hann er ekki lengur með starf á Englandi.
Halda haus drengir, er Pearson kannski að segja hér. Hann er ekki lengur með starf á Englandi. vísir/getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Nigel Pearson hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er þar af leiðandi þriðji stjórinn sem er rekinn á tímabilinu hjá Watford en fyrir það fengu Javi Gracia og Quique Sanches Flores sparkið.

Fyrrum stjóri Leicester var ráðinn í desember þangað til í lok tímabilsins en hann kom Watford upp úr fallsæti. Hann vann sjö leiki í úrvalsdeildinni og þar á meðal meistarana í Liverpool.

Watford er í 17. sætinu, þremur stigum á undan Aston Villa og Watford, sem er í 18. og 19. sæti með 34 stig. Watford og Villa eiga tvo leiki eftir en Bournemouth einn.

West Ham rúllaði yfir Watford á föstudaginn og með leiki gegn Man. City og Arsenal hafa forráðamenn Watford ákveðið að skipta út þjálfaranum fyrir komandi leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×