Veður

Dregur úr úr­komu á Vest­fjörðum um há­degi á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikil úrkoma hefur verið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn.
Mikil úrkoma hefur verið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn. Vísir/Páll

Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla.

„Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.

Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm.

Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“

Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×