Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 06:27 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran. Vísir/AP Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. Þetta kemur fram í skýrslu íranskra rannsakenda sem hefur ekki enn verið birt opinberlega en staðarmiðillinn Fars greinir frá niðurstöðum hennar. Vélin tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni þann 8. janúar síðastliðinn en var skotin niður fyrir mistök af írönskum hermönnum, sem töldu hana vera stýriflaug. Allir 176 um borð létust í slysinu en vélin var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Hún var í eigu flugfélagsins Ukraine International Airlines og var af gerðinni Boeing 737-800. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili frá herstöð skammt frá flugvellinum. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn héldu til, og áttu von á hefndaraðgerðum vegna drápsins á Qasem Soleimani. Í skýrslunni segir að hermennirnir hafi ekki náð sambandi við stjórnstöð sína og því var flaugunum skotið án formlegs samþykkis. Írönsk yfirvöld gáfu það út í síðasta mánuði að sex hefðu verið handteknir vegna málsins en hafa ekki enn afhent erlendum yfirvöldum flugritann. Á vef BBC segir að áætlað sé að senda ritann til Frakklands til skoðunar þann 20. júlí. Blaðamenn New York Times notuðu myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð skömmu eftir slysið. Hér að neðan má sjá rannsókn þeirra. Íran Bandaríkin Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. Þetta kemur fram í skýrslu íranskra rannsakenda sem hefur ekki enn verið birt opinberlega en staðarmiðillinn Fars greinir frá niðurstöðum hennar. Vélin tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni þann 8. janúar síðastliðinn en var skotin niður fyrir mistök af írönskum hermönnum, sem töldu hana vera stýriflaug. Allir 176 um borð létust í slysinu en vélin var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Hún var í eigu flugfélagsins Ukraine International Airlines og var af gerðinni Boeing 737-800. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili frá herstöð skammt frá flugvellinum. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn héldu til, og áttu von á hefndaraðgerðum vegna drápsins á Qasem Soleimani. Í skýrslunni segir að hermennirnir hafi ekki náð sambandi við stjórnstöð sína og því var flaugunum skotið án formlegs samþykkis. Írönsk yfirvöld gáfu það út í síðasta mánuði að sex hefðu verið handteknir vegna málsins en hafa ekki enn afhent erlendum yfirvöldum flugritann. Á vef BBC segir að áætlað sé að senda ritann til Frakklands til skoðunar þann 20. júlí. Blaðamenn New York Times notuðu myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð skömmu eftir slysið. Hér að neðan má sjá rannsókn þeirra.
Íran Bandaríkin Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54