Erlent

Sakfelldir fyrir skattstofusprenginguna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sprengingin olli miklum skemmdum á framhlið skrifstofuhúsnæðisins.
Sprengingin olli miklum skemmdum á framhlið skrifstofuhúsnæðisins. vísir/epa

Tveir sænskir ríkisborgarar voru í dag dæmdir fyrir aðild að sprengingu við skattstofu Danmerkur í ágúst fyrra. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og hlaut annar þeirra 4 ára fangelsisdóm en hinn 5 ára.

Mennirnir voru sakfelldir fyrir að leggja sprengju við skrifstofuhúsnæðið í Norðurhöfn þann 6. ágúst. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar, nærliggjandi hús nötruðu og glerbrot úr brotnum rúðum dreifðust tugi metra. Tjónið nam um 6,2 milljónum danskra króna, sem í dag eru rúmlega 132 milljónir íslenskra króna. Tveir starfsmenn Skattsins voru í húsinu en enginn slasaðist alvarlega.

Saksóknarar höfðu krafist þess að mennirnir tveir, Zacharias Tamer Hamzi sem er 24 ára og Nurettin Nuray Syuleyman sem er ári yngri, fengju að lágmarki sjö ára fangelsisdóm á grundvelli laga um hryðjuverk.

Borgarréttur Kaupmannahafnar féllst hins vegar ekki á þau rök, dæmdi þá í fjögurra og fimm ára fangelsi sem fyrr segir og vísaði þeim úr landi. Þeir munu því afplána dóma sína í Svíþjóð. 

Verjendur þeirra hafa ekki tekið ákvörðun um framhaldið en þeir hafa tvær vikur til ákveða hvort þeir vilji áfrýja dómnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×